SÍBS fyrir lífið sjálft

 

SÍBS á og rekur Reykjalund þar sem þúsundir Íslendinga njóta endurhæfingar ár hvert

Skoða nánar

Líf og heilsa 

SÍBS og Hjartaheill hafa um margra ára skeið gengist fyrir reglulegum mælingum á blóðþrýstingi og blóðgildum víða um land sem lið í vitundarvakningu um hjarta- og æðasjúkdóma. Samtök sykursjúkra taka þátt í verkefninu frá og með haustinu 2017 sem lið í sínu forvarnarstarfi og þjónustu við landsbyggðina.  

Frá og með 2017 er ætlunin að færa mælingarnar á næsta stig með því að bæta við spurningavagni um lífsstílsþætti sem líklegir eru til að hafa áhrif á heilbrigði. Er þá einkum horft til helstu áhættuþátta glataðra góðra æviára (DALY) skv. skilgreiningum WHO, en spurningarnar teknar að svo miklu leyti sem verða má úr rannsókninni Heilsa og líðan Íslendinga til að hægt sé að bera svarendur saman við þýðið úr Heilsu og líðan.

Haustið 2016 er ætlunin að gera tilraunaverkefni með framkvæmd mælingaog fyrirlagningu spurningalista í byggðarlögum á Vesturlandi. Framkvæmdin er á þann hátt að auglýst er að ókeypis heilsufarsmælingar verði á tilteknum stað og stund, svo mæta þeir sem vilja. Áætlað er að þannig náist að mæla um 200 manns og að svarhlutfall við spurningavagninum verði mjög gott, enda svarað á staðnum á iPad án yfirsjónar, beint í kjölfar mælingar og engin eftirfylgni. Tilraunaverkefnið hefur hlotið styrk frá Lýðheilsusjóði.

Sérfræðingar um hvern málaflokk fyrir sig voru og til ráðgjafar vegna tilraunaverkefnisins áður en það er lagt fyrir og eftir að niðurstöður úr því verða notaðar til að móta endanlega rannsókn sem hefst árið 2017. Óskað verður eftir samþykki vísindasiðanefndar og svarenda fyrir skráningu persónuupplýsinga, ópersónugreinanlega tengingu svara við framhaldsrannsóknir sömu aðila sem aðrar rannsóknir.