SÍBS Verslun 

 

Er rekin án hagnaðarsjónarmiða, þar má finna fjölbreytt úrval stoð- og heilsuvara

Skoða nánar

Fréttir

Páll Kristinn Pálsson ræðir við Örnu Harðardóttur sjúkraþjálfara um hvernig hún breytti um lífsstíl með nýjum venjum hvað varðar svefn, mataræði og hreyfingu. Arna Harðardóttir er rúmlega fimmtug, gift og þriggja barna móðir Í Mosfellsbæ. Hún er sjúkraþjálfari að mennt og starfar sem verkefnastjóri á Landsspítalanum. „Ég hef alla tíð verið mjög virk, farið í ræktina þrisvar til fjórum sinnum í viku síðastliðin 30 ár, verið líkamlega sterk og getað gert það sem ég hef ætlað mér að gera,“ segir Arna. „Síðustu árin hef ég verið að glíma við aukakílóin og fyrir nokkrum árum fann ég að ég væri orðin alltof þung. Mér fannst ég ekki í góðu jafnvægi og alls ekki í því formi sem mig langaði að vera í, samt stundaði ég ræktina reglulega. Ég hef prófað ýmis prógrömm varðandi hreyfingu og mataræði og náði á tímabili ágætis árangi með Íslensku Vigtarráðgjöfunum. Þetta var fyrir um sex eða sjö árum síðan.

lesa meira

SÍBS Líf og heilsa býður íbúum í Mosfellsbæ og nágrenni í heilsufarsmælingu laugardaginn 26. maí næstkomandi í torginu í Kjarna - Þverholti 2 Mofsfellsbæ kl. 09-15.   SÍBS Líf og heilsa er forvarnaverkefni um heilbrigði og lífsstíl þar sem SÍBS ásamt Samtökum sykursjúkra, Hjartaheill og Samtökum lungnasjúklinga bjóða almenningi ókeypis heilsufarsmælingu í samstarfi við heilbrigðisstofnanir og sveitarfélög. Fagfólk frá heilsugæslunni verður á staðnum og veitir ráðgjöf og eftirfylgd.  Mældur er blóðþrýstingur, blóðfita, blóðsykur, súrefnismettun og fleira, auk þess sem þátttakendum er boðið að taka þátt í lýðheilsukönnun sem snertir á flestum áhrifaþáttum heilsu.

lesa meira

 
Skoða fleiri fréttir

Fylgstu með á Facebook 

Þar birtast reglulega fréttir úr starfinu og um málefni tengd lýðheilsu

Skoða nánar

Námskeið

SÍBS býður upp á fjölbreytt námskeið tengd heilsu og lífsstíl þar á meðal Reykjalundarnámskeið SÍBS sem eru aðlöguð útgáfa af námskeiðum sem notuð eru í endurhæfingu á Reykjalundi. Námskeiðin okkar eru kennd af færustu sérfræðingum á hverju sviði og þú getur treyst faglegu innihaldi þeirra

Skoða fleiri námskeið

Taktu fyrsta skrefið!

 

 Gönguáskoranir SÍBS eru góð leið til að taka fyrstu skrefin að bættri heilsu 

Skoða nánar

Greinar

Íslendingar hafa mælst með hamingjusömustu þjóðum heims síðustu þrjá áratugi. Meðalhamingjan hefur verið um eða yfir átta á skalanum 1-10 samkvæmt Embætti Landlæknis. Þessi tala lækkaði eitthvað í hruninu og árin þar á eftir en hefur farið vaxandi aftur síðan. Sé litið til fjölmiðla, og ekki síst samfélagsmiðla, virðist það vera sjálfsögð krafa í nútíma samfélagi að öllum eigi að líða vel. Allir eiga rétt á því að vera hamingjusamir og lifa áhyggjulausu lífi. Ef þú ert ekki hamingjusamur, er eitthvað alvarlegt að þér og ástæða til að leita aðstoðar. Við eigum að vera ástfangin, njóta velsældar í starfi, líta óaðfinnanlega út, þéna vel og jafnvel njóta frægðar og frama. Ef fólk er spurt hvað það vill fá út úr lífinu er svarið gjarnan á þá lund að það vilji vera hamingjusamt og eiga frábæra fjölskyldu. Einnig að vera í vel launuðu starfi sem þeim líður vel í. Það eru samt ekki allir tilbúnir til þess að leggja á sig langa vinnuviku og sinna þeim hluta starfsins sem er óspennandi, eins og pappírsvinnu eða endurtekin verkefni.

lesa meira

Ávanabindandi óhollusta  Enginn vafi leikur lengur á um að ofneysla sykurs sé heilsuvá. Notkun íslendinga á sykri er langt umfram það sem heilsusamlegt getur talist. Gosdrykkjaneysla er mun meiri hér en á hinum Norðurlöndunum og þó telst hún mikil þar.Talið er að við neytum þrefalt meira magns af viðbættum sykri en skynsamlegt er. Í starfi mínu við meðferð offitusjúkdómsins kynntist ég því vel hvernig sykur og jafnvel hægari kolvetni svo sem hveitivörur taka völdin af þeim sem fallið hafa fyrir offitusjúkdómnum. Sykur er ávanabindandi og þeim mun meiri sem þyngdin er, því erfiðara er fyrir einstaklinginn að ráða við vandann án aðstoðar. Afleiðingar of mikillar sykurneyslu þarf varla að fjölyrða um en þær helstu eru offita, sykursýki og tannáta, vandamál sem kosta samfélagið og fórnarlömbin mikið fé og lífsgæðaskerðingu. Offita og sykursýki eru vaxandi lýðheilsuvandi og eru löngu komin fram úr tóbaksneyslu í umfangi.

lesa meira

Það getur virst yfirþyrmandi verkefni að takast á við lífsstílinn. Það hljómar stundum eins og allir eigi að fara út að hlaupa eða í ræktina og á okkur dynja misvísandi skilaboð um hvað sé hollt og hvað óhollt. Þegar betur er að gáð eru engar töfralausnir til varðandi lífsstíl og áhrif hans á langvinna sjúkdóma svo sem hjarta- og æðasjúkdóma, sykursýki, sum krabbamein og fleiri sjúkdóma. Þetta felst allt í smáatriðunum. Lífsstíll er ekkert annað en samsafn lítilla ákvarðana sem við tökum á hverjum degi, og með því að bæta þessar ákvarðanir mun mikið ávinnast hvað varðar heilsu og líðan. Hér á eftir eru sett fram þrjú atriði um þrjá grunnþætti heilbrigðs lífsstíls til að hjálpa þeim af stað, sem vilja bæta lífsstílinn.

lesa meira

 

Fagleg ráðgjöf og fræðsla 

 

Í greinasafni SÍBS blaðsins má finna fræðslu og ráðgjöf varðandi heilsu og lífsstíl auk rannsókna á lýðheilsu 

Skoða nánar

SÍBS blaðið

"Heilsuhegðun og heilsulæsi" er yfirskrift annars SÍBS blaðsins sem kemur út á þessu afmælisári. Sækja blaðið í PDF. Efnisyfirlit:  Heilsulæsi, heilsuhegðun og lýðheilsumat - leiðari Guðmundar Löve, framkvæmdastjóra SÍBS. Hinn beini og breiði... - Tryggvi Þorgeirsson, læknir og lýðheilsufræðingur.  Hver er bílstjórinn í þínu lífi? - Hugrún Linda Guðmundsdóttir, félagsráðgjafi, markþjálfi og núvitundarkennari.  Grundvallaratriðið er góður svefn - Viðtal við Örnu Harðardóttur sjúkraþjálfara um hvernig hún breytti um lífsstíl.  Litlar ákvarðanir, mikill ávinningur - Guðmundur Löve, framkvæmdastjóri SÍBS.  Sykur, skattur og skárri heilsa - Björn Geir Leifsson, læknir.  Lífsins ströggl -  Rúnar Helgi Andrason, yfirsálfræðingur á Reykjalundi. 
"Fyrir heilbrigða þjóð í 80 ár" er yfirskrift fyrsta SÍBS blaðsins sem kemur út á þessu afmælisári. Sækja blaðið í PDF. Efnisyfirlit: Að fortíð skal hyggja þá framtíð skal byggja - leiðari Sveins Guðmundssonar formanns SÍBS.  Ávarp forseta Íslands - Guðna Th. Jóhannessonar. Ágrip af sögu SÍBS í áttatíu ár - Pétur Bjarnason.  Erindi SÍBS við þjóðina aldrei brýnna en nú - viðtal við Guðmund Löve framkvæmdastjóra SÍBS. Reykjalundur: Þjóðhagslegur ávinningur! - Birgir Gunnarsson forstjóri Reykjalundar.  Múlalundur: Fjölbreyttari vinnumarkaður - Sigurður Viktor Úlfarsson framkvæmdastjóri Múlalundar. Aðildarfélög SÍBS.   
Blaðið fjallar um bólgur. Sækja blaðið í PDF.  Munu börnin okkar lifa skemur en við? - leiðari Guðmundar Löve framkvæmdastjóra SÍBS Áhrif bólgu á hjarta- og æðasjúkdóma - Axel F. Sigurðsson læknir Bólga, líkamsfita og langvinnir sjúkdómar - Hildur Thorsdóttir læknir  Vöðvabólga er ekki bólga - Gunnar Svanbergsson og Hólmfríður B. Þorsteinsdóttir, MT-sjúkraþjálfarar  Raunverulegir bólgusjúkdómar oftast langvinnir - viðtal við Ragnar Frey Ingvarsson lyf- og gigtarlækni Svefn og bólgur - Erla Björnsdóttir sálfræðingur  Bólgur vegna meiðsla og álags í íþróttum - Árni Árnason sérfræðingur í íþróttasjúkraþjálfun 
 
Skoða fleiri blöð

Múlalundur

 

SÍBS á og rekur endurhæfingarmiðstöðina Reykjalund og öryrkjavinnustaðinn Múlalund

Skoða nánar

Fræðslumyndbönd

SÍBS og aðildarfélög samtakanna hafa látið vinna fjölda fræðslumyndbanda auk þess að standa fyrir fjölbreyttri fræðslu- og forvarnarstarfi

Í þessari fræðslumynd útskýra læknar og hjúkrunarfræðingar hvað kæfisvefn er og hvernig hægt er að meðhöndla ástandið. Nokkrir íslenskir einstaklingar segja frá reynslu sinni af því að vera með kæfisvefn og hvernig þeir hafa tekist á við hann. Þá er greint frá viðamikilli langtímarannsókn á kæfisvefni sem nýlega hófst undir stjórn prófessor Þórarins Gíslasonar á lungnadeild LHS í samvinnu við Íslenska erfðagreiningu og sérfræðinga á þessu sviði í Bandaríkjunum. Umsjón: Páll Kristinn Pálsson, framleiðandi er Ax ehf. fyrir Vífil, félag einstaklinga með svefnháðar öndunartruflanir/kæfisvefn.
Þrátt fyrir góðan árangur í forvörnum og meðferð eru hjarta- og æðasjúkdómar enn helsta dánarorsök Íslendinga. Þessir sjúkdómar geta verið af ýmsum toga en algengastur er kransæðasjúkdómur. Í nýrri íslenskri fræðslumynd útskýra læknar orsakir og einkenni sjúkdómsins, helstu meðferðarúrræði og sjúklingar segja frá reynslu sinni af því að fá kransæðastíflu. Dagskrárgerð: Páll Kristinn Pálsson og Aðalgeir Vignir Gestsson. Framleiðandi: Epos kvikmyndagerð fyrir Hjartaheill.

 
Skoða fleiri myndbönd